28.1.2009 | 00:49
Varaformaður V.G. tjáir sig við F.T.
Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna lætur hafa eftir sér í Financial Times að hún hafi efasemdir um samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn,og samkomulagið verði að endurskoða sem fyrst.
Getur varaformaðurinn útskýrt hvað er að baki þessum efasemdum??Heldur varaformaðurinn að Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum sé stjórnað af vanvitum ??Heldur varaformaðurinn að sjóðurinn sé að reyna fyrir sér í fyrsta sinn ,með láni til Íslands?? Og einnig spyr ég hvort efasemdir varaformannsins,, flokks sem siglir nú þöndum seglum inn í ríkisstjórn,,, séu efasemdir þeirra flokka sem nú eiga að stýra þjóðarskútunni ?Ef svo er hvar stöndum við þá ??Við erum sokkin, það eru engar efasemdir um það ,en hvað þarf til að drekkja okkur?
Ég hvet ykkur til að lesa ft.com .
Húsfyllir hjá Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Laufey Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Robert Z Aliber, hagfræðingur, prófessor Emeritus við Chicago Háskóla telur óráð fyrir Ísland að taka lán IMF. Jón Daníelsson, hagfræðingur, kennari við London School of Economics, telur rangt eða óþarft að taka lán hjá IMF. Joseph Stiglitz prófessor og fyrrverandi stjórnarmaður í Alþjóðabankanum, núverandi ráðgjafi Sarkozy Frakklandsforseta, telur óheillaspor fyrir Ísland að leggja lag sitt við IMF. Fleir má nefna sem á undanförnum vikum og mánuðum hafa talað í þessa veru.
Nú spyr ég: Eru þetta vanvitar?
Doddi D (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:01
Reyndar hefur krónan styrkst um 6,72% frá því fyrir byltingu, svo eitthvað hlýtur að vera á réttri leið!
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 01:14
Ætli efasemdirnar séu ekki aðallega vaxtastigið og hún er ekki ein um það.
Guðmundur Pétursson, 28.1.2009 kl. 01:15
það eru vitrir og misvitrir menn og konur að tala um IMF og samninginn við okkar litla land um þessar mundir ,þess vegna spyr ég ,er viturlegt að stjórnmálamenn og konur séu að efast um samninga sem búið er að gera við IMF ?er ekki rétt að ganga hægt um gleðinnar dyr og skoða innihaldið áður en að komið sé með yfirlýsingar á alþjóðavetfangi,ég er ekki með þessum spurningum að framan,að leggja illt að einum eða öðrum ,,en er ekki nóg komið af yfirlýsingum frá ráðamönnum þjóðarinnar,,, yfirlýsingum sem að alþjóðasamfélagið getur lagt saman 2+2 og fengið út 5.
Laufey Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 01:19
18% prósenta stýrivextir skýrast ekki af þrýstingi vegna þennslu, því stöðnun er staðan, hvað þá að þessi tala sporni við flótta jöklabréfa út. Enda flýtur krónan ekki, heldur er viðskiptum stjórnað af miklu leiti. Því er vaxtarstigið að vinna íllilega gegn rekstri í landinu.
Ég er mjög ánægður að stjórnmálamenn seigi hvað þeir viti eða hugsa. Í stað þess að leyna okkur upplýsingu,.
Andres Kristjansson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:30
Vonandi eigum við stjórnmálamenn sem að láta allt uppi.
En setningar eins og: ÉG VEIT MEIRA EN ÞIÐ,, EN ÞAÐ ER EKKI TÍMABÆRT AÐ SEGJA FRÁ ÞVÍ HÉR ,og aðrar setningar eins og ÉG HEF EFASEMDIR UM SAMNINGA VIÐ IMF og svo framvegis,,og svo framvegis,endalausar yfirlýsingar,,senda mér þau skilaboð að þetta ágæta fólk viti ekki alveg um hvað það er að tala og viðurkenni ekki að þau geri sér ekki alveg grein fyrir í raun og veru um hvað allt er að snúast,og það er ekki GOTT,það er bráðhollt fyrir fólk að viðurkenna að það hreinlega geti ekki sett sig inn í öll mál í snarhendingu og þurfi augnablik til að skilja og greina kjarnan frá hýðinu
Laufey Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 01:55
Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir
með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju
stjórnina Grjótkastarastjórnina?
ásdís (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 02:05
það er réttnefni á nýrri stjórn,,svo skulum við bara spyrja að leikslokum. kannski verður Kolbeinsey góður búsetu valkostur innan fárra vikna.
Laufey Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:14
Ef fólk er óánægt með hvernig ríkisstjórnin stjórnaði landinu síðastliðinn mánuð þá er það sjálfkrafa óánægt með IMF því IMF hefur í raun verið við stjórnvölin allann þann tíma þeirra skilmála sem þeir settu ríkistjórninni gegn því að fá lánið.
Ég persónulega er á móti IMF yfir höfuð því þeir virðast hafa klúðrað málum fyrir þjóðum þegar þeir "reyna" að hjálpa með lánveitingu, og það er vegna krafa þeirra um meðal annars hækkun á stýrivöxtum. Tek sem dæmi Argentínu sem fór illa í kreppu en lentu enn verr í því eftir að IMF lánaði þeim peninga með skilmálum álíkum og við fengum.
Hagfræðingar eru ekki sammála um stefnu IMF og skilst mér á sumum að IMF framfylgi gömlum hagfræðihugmyndum sem séu komnar yfir síðasta söludag, líkt og stjórnarskráin okkar.
Bjarki Einarsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 02:17
IMF er engin góðgerðastofnun ef menn halda það.
Látið er að því liggja að um alþjóðastofnun sé að ræða í svipuðum stíl og sameinuðu þjóðirnar.
Svo er ekki.
Þetta er einkafyrirtæki.
Vill lána okkur með okur vöxtum í stíl við íslenska banka.
Auðvitað eigum við að leyta annað ef möguleiki er á hagstæðari kjörum.
Menn skyldu líka velta því fyrir sér af hverju Davíð vildi ekki lán frá þeim.
Hann hefur samkvæmt heimildum setið bildenberg fundi og veit við hvað er að etja, hann missir við það öll völd.
Við höfum heldur ekki séð snefil af því hvað er í boði í þessum samningi.
Menn skyldu skoða vel hvaða áhrif IMF lán hafa haft annar staðar og hvað fylgdi í kjðlfarið
Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 02:28
Nákvæmleg það.
SKOÐUM það sem IMF er með í farteskinu ,sleppum öllum vangaveltum og efasemdum
Laufey Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:47
OG EKKI BARA ÞAÐ ,,,ég er svoleiðis handviss um að allflestir,, ef ekki allir okkar þingmanna hafa ekki svo mikið sem hugmynd um hvað felst í þessum samningi , að ekki sé nú minns á okkur hin þessa ;venjulegu ; þegna landsins ,,við höfum ekki minnstu hugmynd um hvað felst í þessum samningi við IMF,allavega er okkur ekki sagt neitt,,en minn hugur segir nú er komin: NÝ DÖNSK,:og það hungnast mér ekki.
Laufey Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.